Í dag verða sunnan og suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað verður norðaustan til. Hitinn verður 0 til 6 stig.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á Grænlandshafi sé allvíðáttumikil lægð á hreyfingu norðaustur, en yfir NA-Grænlandi er öflug hæð.
Á morgun verða norðvestan og norðan 10-18 m/s, hvassast við norðausturströndina. Það verða él norðan til en bjartviðri sunnan heiða. Það lægir smám saman og léttir til síðdegis, fyrst vestan til. Frost verður 0-7 stig.