Lögreglunni barst tilkynning um umferðarslys í gærkvöld þar sem bíll fór út af vegi og valt. Ökumaður var einn í bifreiðinni og var fluttur á bráðamóttöku. Ekki er vitað um meiðsli hans.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls eru 59 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu og einn gistir í fangaklefa.
Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu um árekstur og afstungu í gærkvöld. Lögreglan veit hver gerandi er og málið er í rannsókn.
Lögreglunni á stöð 1, sem sinnir Austurbænum, miðbænum, Vesturbænum og Seltjarnarnesi, fékk tilkynningu um minniháttar líkamsárás í hverfi 108 og var málið afgreitt á vettvangi.
Þá var tilkynnt var um vinnuslys í hverfi 108. Þar hafði maður dottið úr stiga og var hann talinn rifbeinsbrotinn. Hann var fluttur á bráðamóttöku til frekari skoðunar.
Þá var mannlaus bifreið á miðri akrein í Hafnarfirði fjarlægð með dráttarbifreið.