Stjórnarsáttmáli mögulega ritaður um helgina

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Karítas

Stefnt er á að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins hefjist handa við ritun stjórnarsáttmála um helgina eða í byrjun næstu viku.

Samkvæmt heimildum mbl.is verður síðustu tillögum vinnuhópa flokkanna, sem hafa fundað reglulega síðustu daga, skilað til formanna þeirra á morgun og á laugardag.

Fyrr í dag fóru fram þingflokksfundir hjá flokkunum þar sem farið var yfir stöðuna í viðræðum þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert