Nýliðar fá fræðslu um starfskjör og störf þingsins

Snorri Másson og Pawel Bartoszek eru meðal nýrra þingmanna.
Snorri Másson og Pawel Bartoszek eru meðal nýrra þingmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýir þingmenn verða meirihluti þingmanna á Alþingi á komandi þingi, en samtals 33 af 63 þingmönnum eru nýir þingmenn. Þó hafa fimm þeirra áður setið á þingi sem aðalmenn, en voru þó ekki á síðasta þingi.

Jens Garðar Helgason og Karl Gauti Hjaltason, Þorgrímur Sigmundsson.
Jens Garðar Helgason og Karl Gauti Hjaltason, Þorgrímur Sigmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðarnir eru nú mættir niður á þing þar sem þeir fá kynningu á hagnýtum atriðum sem varða allt frá tækjabúnaði og aðgengi að Alþingi yfir í starfskjör þeirra. Þá verður einnig farið yfir helstu atriði varðandi þingstörfin.

Þingmenn Viðreisnar, þau Ingvar Þóroddsson, María Rut Kristinsdóttir, Jón Gnarr …
Þingmenn Viðreisnar, þau Ingvar Þóroddsson, María Rut Kristinsdóttir, Jón Gnarr og Grímur Grímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þetta er mesta nýliðun á Alþingi í 65 ár, en næstmesta nýliðunin var í kosningunum 2016, þá voru nýir þingmenn 32. Þrisvar sinnum hafa 27 nýir þingmenn hlotið kosningu, árin 2009, 2013 og 2021.

Eftir hádegi var nýliðunum svo fylgt um Alþingishúsið og þeim sýnd aðstaðan þar.

Dagbjört Hákonardóttir Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Dagbjört Hákonardóttir Ása Berglind Hjálmarsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nýir þingmenn í Smiðju í morgun.
Nýir þingmenn í Smiðju í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þingmennirnir fengu m.a. fræðslu um starfskjör, aðgengi og tækjamál.
Þingmennirnir fengu m.a. fræðslu um starfskjör, aðgengi og tækjamál. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Gunnlaugsdóttir og Jens Garðar …
Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Gunnlaugsdóttir og Jens Garðar Helgason. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Halla Hrund Logadóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir.
Halla Hrund Logadóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nýliðar á þingi kynna sér aðstöðuna í Alþingishúsinu.
Nýliðar á þingi kynna sér aðstöðuna í Alþingishúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nýliðar á þingi ganga inn í Alþingishúsið.
Nýliðar á þingi ganga inn í Alþingishúsið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert