Eldur kviknaði í vinnuskúr við Vatnsstíg

Þrír slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang.
Þrír slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang. mbl.is/Eyþór

Eldur kviknaði í vinnuskúr við Vatnsstíg í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Þrír slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang. 

Þetta seg­ir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is.

Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu kl. 8.46 í morgun. Um kl. 9.15 var búið að slökkva hann. Nú vinnur slökkviliðið að því að reykræsta.

Upptök eldsins eru óljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert