Erfið akstursskilyrði yfir Holtavörðuheiði

Erfið skilyrði verða yfir Holtavörðuheiði í dag.
Erfið skilyrði verða yfir Holtavörðuheiði í dag. Skjáskot/Vegagerðin

Erfið akstursskilyrði verða yfir Holtavörðuheiði í dag og til morguns. Stormur og vindur verða yfir 20 m/s. Einnig má gera ráð fyrir él, skafrenningi og litlu skyggni. Að auki verður hált.

Þetta kemur fram á vef Bliku

Svipuð færð verður á Öxnadalsheiði um og upp úr hádegi og þar til seint í kvöld. Einnig hvessir á fjallvegum á Vestfjörðum og verður þar víða blint.

Byrjar að lægja í kvöld

„Upp á heiðinni er útsetningur með éljagangi og skafrenningi. Fram eftir degi verða þar 15 til 20 m/s og frekar blint,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Á fjallvegum norðvestanlands og á Vestfjörðum verða líka 15 til 20 m/s, en það byrjar svo að lægja í kvöld. Á morgun verður hins vegar mun betra veður. Það fer að halla í norðanátt í fyrramálið og þá verður á norðvestanlandinu 5 til 10 m/s og éljagangur.“

Björn segir að á morgun verði áfram vestanátt og á sunnan- og austanverðu landinu 8 til 15 m/s, svo og él á suðvestanverðu landinu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka