Aldrei lagt hald á meira magn af efninu í einu

Um var að ræða innflutning á tæplega 6 kg af …
Um var að ræða innflutning á tæplega 6 kg af kristalmetamfetamíni. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem snýr að stórfelldu fíkniefnabroti. Um er að ræða innflutning á tæplega sex kílóum af kristalmetamfetamíni, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins.

Ekki hefur verið lagt hald á meira magn af kristalmetamfetamíni í einu máli hérlendis, að því er lögreglan greinir frá.

Hún segir enn fremur að ráðist hafi verið í viðamiklar aðgerðir þegar málið kom upp og alls voru átta handteknir í þeim. Fjórir þeirra hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok október.

Rannsókn málsins var mjög umfangsmikil, en það er nú komið í ákærumeðferð hjá embætti héraðssaksóknara að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert