Hátt í tuttugu yfir 3 að stærð: Sá stærsti 5,1

Óróamælir nærri Bárðarbungu sýnir skjálfta morgunsins.
Óróamælir nærri Bárðarbungu sýnir skjálfta morgunsins.

Verulega dró úr ákafa jarðskjálftahrinunnar í Bárðarbungu um klukkan 9 í morgun og hafa fáir jarðskjálftar mælst síðan þá.

Þrátt fyrir minni virkni mælast enn skjálftar og náið verður fylgst með áframhaldandi þróun að því er segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Jarðskjálftahrinan hófst rétt upp úr klukkan 6 í morgun og náði hámarki klukkan 8.05 þegar stærsti skjálftinn, 5,1 að stærð, reið yfir.

Sautján yfir þremur að stærð

Að auki hafa sautján skjálftar yfir þremur að stærð verið skráðir, þar af tveir um eða yfir 4 að stærð.

Tekið er fram að fluglitakóði yfir eldstöðinni sé áfram gulur, sem gefur til kynna aukna virkni miðað við venjulegt ástand og óvissu um þróunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert