Vísindamenn á Veðurstofu Íslands segja of snemmt að segja til um hvort jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu sé að fjara út.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Bent er á, eins og greint hefur verið frá, að töluverður ákafi hafi verið í hrinunni fram undir klukkan 9 í morgun en þá tók að draga úr hrinunni.
Áfram mælist þó skjálftar á svæðinu.