Tveir fólksbílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni

Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsvegar og Þórsmerkurvegar á öðrum tímanum í dag.

Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi er um að ræða árekstur smárútu og tveggja fólksbifreiða.

„Alls voru 16 manns í slysinu. Þrír voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Slysið er til rannsóknar hjá lögreglu,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert