Búist við stórhríðarveðri og staðbundnu foktjóni

Ekkert ferðaveður verður víða um land í vikunni.
Ekkert ferðaveður verður víða um land í vikunni. Kort/Veðurstofa Íslands

Gera má ráð fyrir miklum sviptingum í veðri á landinu í vikunni og hafa bæði gular og appelsínugular veðurviðvaranir verið gefnar út, meðal annars á Norðurlandi eystra.

Þar varar lögreglan við því að víðsjárverðar aðstæður geti skapast á vegum. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu á meðan viðvaranir eru í gildi.

Á Norðurlandi eystra er gul viðvörun í gildi frá klukkan 11:00 mánudaginn 3. febrúar og til klukkan 19:00 sama dag. Þá tekur appelsínugul viðvörun við og stendur til klukkan 03:00 aðfaranótt þriðjudagsins 4. febrúar. 

Stund milli stríða fram á seinni part miðvikudags

Á meðan gul viðvörun er í gildi  er gert ráð fyrir sunnan 15-23 m/s og hlýindum, þannig að aðstæður geta orðið viðsjárverðar á vegum, sérstaklega þar sem er hálka. 

Þegar appelsínugul viðvörunin tekur við er gert ráð fyrir vestan 20-30 m/s ásamt snjókomu á köflum og lélegu skyggni. 

„Sem sagt stórhríðarveður og þar af leiðandi ekkert ferðaveður og má jafnvel búast við staðbundnu foktjóni,“ að segir í tilkynningu frá lögreglunni. 

„Það verður svo stund á milli stríða í veðrinu fram á seinnipart miðvikudags en þá tekur gul viðvörun við að nýju vegna sunnan hvassviðris með vindi upp á 20-30 m/s.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert