Öllum stöðvum Sorpu lokað vegna veðurs á morgun

Stöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi. Mynd úr safni.
Stöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Öllum endurvinnslustöðvum Sorpu verður lokað á morgun vegna veðurs.

Frá þessu greinir Sorpa í tilkynningu.

Þeim sem nauðsynlega þurfa að losa sig við rusl í dag, til dæmis til að draga úr líkum á foktjóni, er bent á að koma á endurvinnslustöðvar byggðasamlagsins fyrir klukkan 18.30 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert