Enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því fimmfaldur næst.
Alls voru 54 milljónir í pottinum í fyrsta vinning sem ekki gekk út.
Tölur kvöldsins voru 8, 9, 11, 15, 39
Bónustalan 16
Jókertölurnar voru 7, 3, 6, 2, 2
Fimm miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra tæpar 180.000 krónur í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, tveir á vef okkar lotto.is og einn í Lottó appinu.
Einn heppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hann 2,5 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í Lottó appinu. Þá voru sjö miðahafar með 2 vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Tvistinum í Vestmannaeyjum, í Lottó appinu, tveir miðanna á vef okkar lotto.is og þrír miðar eru í áskrift.