Bikblæðingar á vegum á Vesturlandi

Bikblæðingar á Vestfjörðum. Vegagerðin hefur varað við ástandinu.
Bikblæðingar á Vestfjörðum. Vegagerðin hefur varað við ástandinu. Ljósmynd/Vegagerðin

Nokkrir vegir á Vesturlandi eru á hættustigi vegna bikblæðinga.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, segir að hættustig sé í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara.

Þá varar Vegagerðin við holum víða um landið en umhleypingarnar í veðri á síðustu dögum hafa mikil áhrif á holumyndun á vegum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert