Ríkissaksóknari dró hæfið ekki í efa

Rannsókn á banaslysi í Grindavik 10. janúar í fyrra er …
Rannsókn á banaslysi í Grindavik 10. janúar í fyrra er lokið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissaksóknari hefur þegar úrskurðað um hæfi embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum í tengslum við rannsókn á banaslysi er varð í Grindavík 10. janúar í fyrra þegar Lúðvík Pétursson féll í sprungu og lést þegar hann vann að því að fylla sprungur við hús í Hópahverfi fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands.

Sigríður dró hæfið ekki í efa

Hæfið var dregið í efa af tveimur þeirra sakborninga sem eru til rannsóknar í málinu og manneskju sem þá var vitni í málinu. Var því erindi vísað til Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Voru þau sjónarmið uppi að lögreglustjórinn væri hluti af viðbragði Almannavarna í Grindavík og hefði þar af leiðandi ekki hæfi til að rannsaka slysið. Sigríður dró hæfið ekki í efa og úr varð að rannsóknin var á herðum Lögreglunnar á Suðurnesjum.  Fimm hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. 

„Eft­ir að hafa kynnt sér at­vik máls­ins, einkum út frá rann­sókn­ar­gögn­um sem þegar liggja fyr­ir, og með hliðsjón af hlut­verki lög­reglu­stjór­ans og rík­is­lög­reglu­stjóra sam­kvæmt al­manna­varn­ar­lög­um, tel­ur rík­is­sak­sókn­ari lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um ekki skorta hæfi til rann­sókn­ar máls­ins,“ segir í niðurstöðu ríkissaksóknara. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert