Skildu eftir innflutningsgjöf til Samfylkingarinnar

Guðmundur segir að í pakkanum hafi verið konfekt, hvalaskúlptúr og …
Guðmundur segir að í pakkanum hafi verið konfekt, hvalaskúlptúr og kveðja til Samfylkingarinnar. Samsett mynd

„Þetta var nú bara svolítið falleg kveðja,“ segir Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um inn­flutn­ings­gjöf sem þingflokkurinn fékk frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Tilefnið fólst í þeim tímamótum að Samfylkingin fékk í dag það þingflokksherbergi sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði vermt frá árinu 1941.

Guðmundur segir að í pakkanum hafi verið konfekt, hvalaskúlptúr og kveðja til Samfylkingarinnar.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í þingflokksherberginu sem flokkurinn hefur haft síðan 1941.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í þingflokksherberginu sem flokkurinn hefur haft síðan 1941. Ljósmynd/Aðsend

Tók við herberginu eftir reglubreytingar

Innflutningsgjöfin á borði þingflokksherbergisins.
Innflutningsgjöfin á borði þingflokksherbergisins. Ljósmynd/Aðsend

Spurður hvað staðið hafi í kveðjunni segir Guðmundur Sjálfstæðisflokkinn hafa óskað Samfylkingunni góðs gengis á nýjum stað.

mbl.is greindi frá því fyrr í dag að Sam­fylk­ing­in hefði tekið við herberginu í kjölfar reglubreytinga á fundi forsætisnefndar í dag.

Segir Guðmund­ur reglubreytinguna ánægjulega, mik­il­vægt sé að þau teymi sem starfi sam­an séu aðliggj­andi í Alþing­is­hús­inu.

„Þannig að það sé auðvelt að hafa sam­ráð á milli hópa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert