Bærinn tekur skammtímalán vegna lausafjárvanda

Reykjanesbær er í lausafjárvanda.
Reykjanesbær er í lausafjárvanda. mbl.is/Sigurður Bogi

Reykjanesbær hyggst taka skammtímalán sem nemur allt að einum milljarði króna vegna tímabundins lausafjárvanda.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá því í gær.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti „að óska eftir skammtímafjármögnun að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000,- , með lokagjalddaga þann 15. janúar, 2026. Óskað er eftir framlengingu á lánasamningi sem er á gjalddaga 28.02.2025,“ segir í fundargerðinni.

Gert til að brúa bil

Fram kemur að fjármögnuninni sé ætlað að brúa bil þar til „jafnvægi“ kemst á dreifingu fjárstreymis.

Í fundargerðinni er sérstaklega nefnt í því samhengi að fasteignagjöld séu innheimt frá febrúar til nóvember ár hvert.

„Kemur því fall í fjárstreymi í desember og janúar um 700 milljónir,“ segir í fundargerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert