Bjart með köflum sunnan heiða

Hitaspá á landinu klukkan 12 á hádegi.
Hitaspá á landinu klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Það verður víða bjartviðri á landinu í dag en smá skúrir eða slydduél með suður- og austurströndinni. Síðdegis gengur í austan 13-20 m/s, hvassast verður syðst og víða smá él eða skúrir, en bjart verður með köflum syðra.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að talsverður lægðagangur verði langt suður af landinu en hæðarsvæði er norður af Jan Mayen.  Í sameiningu valda veðrakerfin austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars verður mun hægari.

Á morgun og á sunnudag verða austan 5-13 m/s, en 13-18 m/s við suðurströndina. Það verða skúrir eða dálítil él suðaustan til, en annars bjart með köflum. Hitinn verður 0-5 sunnanlands en vægt frost á öðrum stöðum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert