Harmar boðuð verkföll í leikskólum

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, segir Kópavogsbæ standa algjörlega á bakvið …
Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, segir Kópavogsbæ standa algjörlega á bakvið samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samsett mynd/mbl.is/Karítas

„Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ segir Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag hef­ur Fé­lag leik­skóla­kenn­ara boðað ótíma­bund­in verk­föll í öll­um leik­skól­um Kópa­vogs, sem eru 22 tals­ins.

Standa á bak við samninganefnd sambandsins

„Mér þykir þetta auðvitað mjög leitt og það er alveg ljóst að þetta bitnar auðvitað einna verst á börnunum okkar í Kópavogi,“ segir Ásdís.

Kópavogsbær hefur að sögn Ásdísar lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram.

„Við verðum auðvitað bara að vona að það verði hægt að ná samningum sem fyrst. Kópavogsbær, eins og öll sveitarfélög, stendur algjörlega á bakvið samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessum efnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert