Óvíst hversu margir á kjörskrá voru farnir

Fólki á kjörskrá hefur fjölgað mikið á þessari öld.
Fólki á kjörskrá hefur fjölgað mikið á þessari öld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er vitað hversu margir þeirra tæplega 32 þúsund erlendu ríkisborgara sem höfðu kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum 2022 voru raunverulega búsettir á landinu.

Tilefnið er endurmat fjármálaráðuneytisins á íbúafjölda landsins og umræða um hvort hann hafi verið verulega ofmetinn.

Í svari Þjóðskrár kemur fram að hún taki ekki ákvörðun um kosningarétt einstaklinga út frá mati annarra stofnana, en spurt var um hugsanlegt ofmat á íbúafjölda landsins. Þá kemur fram í Morgunblaðinu í dag að Þjóðskrá Íslands hyggst upplýsa erlenda ríkisborgara um að þeir hafi kosningarétt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. Haft verður samband við þá sem nýlega hafa fengið kosningaréttinn en útfærslan hefur að öðru leyti ekki verið ákveðin.

Erlendum ríkisborgurum sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum hefur fjölgað mikið á þessari öld í takt við fjölgun innflytjenda. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert