Þeir leggja inn blóð í bankann

Steinar Hafberg á bekknum
Steinar Hafberg á bekknum mbl.is/Karítas

„Ég hef gefið blóð reglulega frá því að ég var 18 ára gamall,“ segir Steinar Hafberg, sem var að gefa blóð í gær í Blóðbankanum og sést hér á myndinni að ofan. Steinar segist reyna að gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Hann hefur gefið blóð 68 sinnum og er hvergi nærri hættur.

Í gær var Blóðgjafadagur á vegum Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, og Blóðbankans og voru fulltrúar Neistans á staðnum að fræða fólk um mikilvægi blóðgjafar fyrir börn með hjartagalla. Margir voru komnir til að gefa blóð og þar á meðal var Grétar Hjaltested rafvirki, sem var að gefa blóð í síðasta sinn.

„Ég er kominn á aldur, verð 71 árs núna í febrúar og það má ekki gefa blóð eftir þann aldur,“ segir hann. „Ég byrjaði ungur og labbaði frá Iðnskólanum í Blóðbankann sem var í næsta húsi og fannst gott að geta orðið til liðs.“

Grétar segir viðmót allra í Blóðbankanum einstakt og að hann hafi kvatt alla með virktum í gær. „Þær sögðu að ég gæti nú alveg kíkt í kaffi til þeirra, og hver veit nema ég geri það.“

50 blóðgjafir Grétar Hjaltested rafvirki var að gefa blóð í …
50 blóðgjafir Grétar Hjaltested rafvirki var að gefa blóð í síðasta skiptið í gær. mbl.is/Karítas
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert