Húsavíkurflugið hættir: Heimamenn skora á ráðherra

Byggðarráðið skorar á Eyjólf Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að tryggja …
Byggðarráðið skorar á Eyjólf Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að tryggja samninga um áætlunarflug til Húsavíkur allt árið. mbl.is/Sigurður Bogi

Flugfélagið Norlandair hyggst ekki halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur eftir að samningstíma á milli félagsins og ríkisins um flug til Húsavíkur lýkur þann 15. mars.

Þetta segir í fundargerð byggðarráðs Norðurþings. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu.

Skora á ráðherra

Kemur fram í fundargerðinni að byggðarráðið telji að samningurinn hafi verið til of skamms tíma. Segir að nýting flugsins hafi verið góð og að lítið vanti upp á til að tryggja að flug sé til Húsavíkur allt árið um kring.

Þá skorar byggðarráðið á Eyjólf Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að tryggja samninga um áætlunarflug til Húsavíkur allt árið.

Tilbúið til að halda flugferðum áfram

Í frétt Rúv segir að óvissa hafi verið um áætlunarflug á milli Húsavíkur og höfuðborgarinnar í um fimm ár.

Flugfélögin Ernir, Mýflug og Norlandair hafi gert tímabundna, mislanga, samninga við ríkið um flug og fengið til þess ríkisstyrk.

Greinir Rúv frá því að Norlandair sé tilbúið til þess að halda áfram með flugferðirnar en þurfi til þess áframhaldandi fjárstuðning ríkisins.

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert