Lögreglan óskar eftir upplýsingum um flöskur og dósir

Umstalsvert magn af flöskum og dósum hurfu frá félagsheimilinu á …
Umstalsvert magn af flöskum og dósum hurfu frá félagsheimilinu á Blönduósi í gær. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á Blönduósi fékk í gærkvöld tilkynningu um að umtalsvert magn af flöskum og dósum hafi horfið frá félagsheimilinu á Blönduósi í gær.

Í færslu lögreglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook er óskað eftir upplýsingum hvar flöskurnar og dósirnar séu niðurkomnar og jafnframt er þeim sem tók varninginn boðið að skila þeim aftur á sinn stað.

Eins er óskað eftir upplýsingum um grunnsamlegar mannaferðir á bak við félagsheimilið frá klukkan 16 til 20.30 í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert