Lögreglu var í dag tilkynnt um þrjá menn í bifreið í hverfi 220 sem handléku skammbyssu. Þegar þeir voru handteknir kom í ljós að loftbyssa væri í bifreiðinni.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir að mennirnir hafi verið látnir lausir að lokinni skýrslutöku.
Greint er frá fleiri málum í dagbók lögreglu, m.a. líkamsárás í hverfi 221 þar sem einn maður í annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu, með minniháttar meiðsli.
Þá var einnig tilkynnt um mann sem með ógnandi hegðun neitaði að fara út af veitingastað í hverfi 105. Við leit á honum hafi fundist ætluð fíkniefni og var hann laus að lokinni skýrslutöku.