Nauðsynlegt að funda um málið

Erfitt ástand er í Breiðholtsskóla um þessar mundir vegna ofbeldis.
Erfitt ástand er í Breiðholtsskóla um þessar mundir vegna ofbeldis. mbl.is/Karítas

„Ábyrgð okkar varðandi þetta mál í Breiðholtsskóla minnkar ekkert við það að það sé ekki búið að mynda meirihluta í Reykjavík, þess vegna er nauðsynlegt að við fundum um þetta mál,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið.

Hún segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir að ofbeldismál yrðu tekin fyrir á fundi sem átti að halda síðastliðinn mánudag. „Það var felldur niður fundur út af þessu ástandi sem er í borginni, að meirihlutinn sprakk og ekki er búið að mynda nýjan meirihluta.“

Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er erfitt ástand í Breiðholtsskóla nú um stundir en fimm 12 ára gamlir drengir hafa ítrekað beitt aðra nemendur ofbeldi. Kvartað hefur verið yfir litlum viðbrögðum frá skólayfirvöldum í Reykjavík þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að vekja athygli þeirra á málinu.

Óska eftir aukafundi

„Sviðsstjóri og skóla- og frístundasviðs á að vera að vinna í þessu en við pólitískt kjörnir fulltrúar höfum ekki fengið upplýsingar um hver staða málsins er,“ segir Marta, hún og Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins muni þá óska eftir aukafundi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert