Einn gekk berserksgang og annar sparkaði í Stjórnarráðið

Nóg var um að vera hjá lögreglu í nótt.
Nóg var um að vera hjá lögreglu í nótt. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um aðila ganga berserksgang í húsnæði hjálparstofnunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hann var síðar handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður uns hægt verður að ræða við hann.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 

Þar segir einnig að maður hafi verið handtekinn er hann reyndi að sparka upp hurðinni á Stjórnarráðinu. Er hann sagður hafa veitt mótþróa við handtöku og var vistaður í fangaklefa í framhaldinu.

Þá segir að einstaklingur í Hafnarfirði hafi reynt að stela gasgrilli. Hann fannst ekki þrátt fyrir leit lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert