Margrét býður sig fram til formanns

Margrét Halldóra Arnarsdóttir gefur kost á sér í embætti formanns …
Margrét Halldóra Arnarsdóttir gefur kost á sér í embætti formanns Rafiðnaðarsambandsins. Ljósmynd/Aðsend

Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gefur kost á sér í embætti formanns Rafiðnaðarsambands Íslands, en kosning fer fram þann 27. febrúar næstkomandi

Margrét hefur áður gegnt embætti varaformanns sambandsins. Þá var hún formaður Félags íslenskra rafvirkja í tvö ár og er nú varaformaður Rafiðnaðarfélags Suðurnesja.

Margrét lauk sveinsprófi árið 2017 og útskrifaðist sem meistari árið 2023. Hún kom að stofnun Fagkvenna og sat í mörg ár sem formaður félagsins. Hún situr enn í stjórn sem stjórnarmaður.

Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son sagði af sér embætti formanns Rafiðnaðarsambandsins fyrr í febrúar, en hann var kjörinn á þing fyrir Samfylkinguna í síðustu alþingskosningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert