Fyrsti fundurinn undir forystu Guðrúnar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd

Allir þingmenn mættu á fyrsta þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins undir forystu Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ávallt mikill hugur í þingflokknum.

Guðrún Hafsteinsdóttir var í gær kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á lokadegi landsfundar flokksins. Fyrr í dag á Alþingi fór svo fram fyrsti þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins með nýja forystu.

Fundurinn hafi gengið vel

„Fundurinn gekk mjög vel eins og alla jafna hjá þingflokknum,“ segir Hildur. 

Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Vilhjálmur Árnason var endurkjörinn ritari.

Hildur getur lítið sagt um fundinn efnislega þar sem allir eru bundnir trúnaði á þingflokksfundum.

„Alltaf mikill hugur í okkur“

„Dagskrá og upplegg allra þingflokksfunda eru eins en í dag sagði nýr formaður nokkur orð í upphafi fundar.“

Hvernig er hugurinn í þingflokknum með nýja forystu?

„Það er alltaf mikill hugur í okkur,“ svarar Hildur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert