Nú stendur yfir skyndifundur Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í kjölfar afsagnar Karls Héðins Kristjánssonar, fyrrverandi stjórnarmanns í kosningastjórn flokksins.
Karl hefur vænt Gunnar um trúnaðarbrot, ofríki og andlegt ofbeldi.
Fundurinn er öllum opinn og þar sagðist Gunnar í tilkynningu í dag hyggjast fara yfir opið bréf Karls og ræða þau atriði þess sem snúa að sér og greina frá starfi flokksins á undanförnum misserum.
Fundurinn fer fram í félagsheimili Vorstjörnunnar í Bolholti 6 og hófst klukkan 18.