Gunnar Smári boðar til skyndifundar

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. mbl.is/Ágúst

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að boða til skyndifundar í kvöld í tilefni af ásökunum sem Karl Héðinn Kristjánsson, fyrrverandi stjórnarmaður í kosningastjórn flokksins, hefur komið fram með á hendur Gunnari Smára. 

Þetta kemur fram í færslu sem Gunnar Smári birtir á Facebook. Þá segir hann að fundurinn muni fara fram í félagsheimili Vorstjörnunnar í Bolholti 6 klukkan 18.

Karl Héðinn segist segja af sér í mót­mæla­skyni eft­ir sam­eig­in­leg­an fund stjórna sem fór fram á laug­ar­dag.

„Ástæðan er ein­föld: Ég get ekki leng­ur starfað inn­an for­ystu sem huns­ar lýðræðis­lega gagn­rýni, viðheld­ur óheil­brigðri menn­ingu og refs­ar þeim sem benda á vanda­mál­in,“ skrif­aði Karl í bréfi sem hann hef­ur sent flokks­mönn­um.

Karl sak­ar Gunn­ar Smára m.a. um trúnaðar­brot, of­ríki og and­legt of­beldi.

Fundurinn er öllum opinn

„Þar mun ég fara yfir opið bréf Karls og ræða þau atriði þess sem snúa að mér og greina frá starfi flokksins á undanförnum misserum. Þau sem vilja kynna sér málin í kjölfar lestrar bréfs Karls eru hvött til að mæta. Fundurinn er öllum opinn,“ skrifar Gunnar Smári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert