Hæstiréttur sakfellir Zuista-bræður

Bræðurn­ir Ágúst Arn­ar Ágústs­son og Ein­ar Ágústs­son.
Bræðurn­ir Ágúst Arn­ar Ágústs­son og Ein­ar Ágústs­son. Samsett mynd

Hæstiréttur hefur sakfellt bræðurna Ágúst Örn Ágústsson og Einar Ágústsson í máli sem teng­ist rekstri trú­fé­lags­ins Zuism. 

Dómur í málinu féll í Hæstarétti kl. 14 og þar var niðurstaðan sú að dómur Landsréttar frá því í mars í fyrra yrði óraskaður. Ekki er búið að birta sjálfan dóminn. 

Lands­rétt­ur sneri í fyrra við dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli bræðranna og fann þá seka um fjár­svik og pen­ingaþvætti. Hlaut Ein­ar 18 mánaða dóm og Ágúst tveggja ára dóm.

Auk þess voru tugmillj­óna eign­ir fé­laga sem þeir tengj­ast gerðar upp­tæk­ar og sam­tals þurfa þeir að greiða um 30 millj­ón­ir í sak­ar­kostnað.

Bræðurn­ir tveir voru ákærðir fyr­ir að lát­ast reka trú­fé­lag sem upp­fyllti skil­yrði laga um slík fé­lög og svíkja þannig ríf­lega 85 millj­ón­ir króna út úr rík­inu í formi sókn­ar­gjalda. Sömu­leiðis voru þeir ákærðir fyr­ir pen­ingaþvætti á fjár­mun­un­um.

Í mál­inu var sjálft trú­fé­lagið Zuism, einka­hluta­fé­lagið EAF sem Ein­ar er í for­svari fyr­ir og banda­ríska skúffu­fé­lagið Threescore LLC í Delaware einnig ákært. Milli­færðu bræðurn­ir m.a. stór­an hluta fjár­muna Zuism á fé­lagið EAF sem þeir létu Zuism síðar kaupa af öðru fé­lagi Ein­ars.

Í júní í fyrra sóttu bræðurnir um áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar, og sem fyrr segir þá féll þar dómur í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert