Pipar\TBWA aftur auglýsingastofa ársins

Ólafur Þór Gylfason, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Maskínu, Halldór Reykdal Baldursson, …
Ólafur Þór Gylfason, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Maskínu, Halldór Reykdal Baldursson, yfirviðskiptastjóri hjá Pipar\TBWA, Ásdís María Rúnarsdóttir, viðskiptastjóri og markaðsráðgjafi hjá Pipar\TBWA og Darri Johansen, yfirmaður stefnumótunar hjá Pipar\TBWA við afhendingu verðlaunanna. Ljósmynd/Aðsend

Pipar\TBWA hefur verið valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð.

ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, veita verðlaunin árlega en þau eru eftirsóttustu verðlaun auglýsingageirans. Markaðsstjórar íslenskra fyrirækja kjósa.

Verðlaunin eru meðal annars veitt fyrir framúrskarandi þjónustu, hugmyndaauðgi fagleg vinnubrögð og áherslu á árangur viðskiptavina á nýliðnu ári.

Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA segist í tilkynningu bæði afar stoltur og ánægður að hjóta þessi stóru verðlaun annað árið í röð.

„Pip­ar\TBWA hef­ur verið í fremstu röð á Íslandi og nýt­ur þess að vera í sam­starfi við eina stærstu keðju aug­lýs­inga­stofa í heim­in­um, TBWA.

Hugmyndaauðgi hef­ur verið helsta sölu­vara okk­ar síðustu ár en við erum það lánsöm að vera með góðan hóp fólks hér á stofunni með mikla og góða reynslu.

Í þess­um bransa er fólkið ein­mitt aðal­atriðið, því hug­mynd­ir og ráðgjöf eru það sem þetta geng­ur aðallega út á,“ er haft eftir Guðmundi.

Pipar\TBWA vann einnig tvo lúðra í flokkunum PR annars vegar og veggspjöld og skilti hins vegar fyrir herferðina „Ekki taka skjáhættuna“ sem stofan vann í samstarfi við Sjóvá.

Icelandair hlaut þá titilinn Vörumerki ársins 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert