Fyrsta opinbera heimsókn forseta

Blómastúlkurnar eru tvíburasysturnar Rökkva Módís og Ronja Mardís Þorgrímsdætur, sex …
Blómastúlkurnar eru tvíburasysturnar Rökkva Módís og Ronja Mardís Þorgrímsdætur, sex ára. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta opinbera heimsókn forsetahjónanna Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasónar átti sér stað í gær og blésu Hornfirðingar til hátíðarsamkomu að því tilefni.

Bæjarstjóri og bæjarráð tóku á móti forsetahjónunum.

Blómastúlkurnar eru tvíburasysturnar Rökkva Módís og Ronja Mardís Þorgrímsdætur, sex ára.

Bæjarstjóri og bæjarráð tóku á móti forsetahjónunum.
Bæjarstjóri og bæjarráð tóku á móti forsetahjónunum. Ljósmynd/Aðsend

Uppbyggingin í bænum kom ánægjulega á óvart

„Við hjónin erum hingað komin í okkar fyrstu opinberu heimsókn innanlands síðan ég tók við embætti forseta. Ferðin hefur staðið lengi til og vorum við því full tilhlökkunar að koma til Hornafjarðar. Fyrir hönd okkar Björns þakka ég innilega fyrir höfðinglegar móttökur, gleði og góðvild sem hefur mætt okkur á hverju götuhorni hér á Höfn.

Það er bersýnilegt að hér er samfélag sem iðar af lífi og sköpunarkrafti. Þar sem horft er til framtíðar með hæfilegri blöndu af kappsemi og raunsæi.

Okkur hefur komið ánægjulega á óvart að sjá hversu mikil uppbygging er hér í bænum. Nánast hvar sem við förum eru ummerki vaxtar og umbóta, hvort sem um ræðir nýtt húsnæði og tækjabúnaður hjá björgunarsveitinni, endurnýjaða menningarmiðstöð í Sindrabæ, bygging frystigeymslu við höfnina eða nýjan leikskóla svo ekki sé minnst á glæsilegt dvalarheimili þar sem elsta kynslóð Hornfirðinga fær að lifa sitt ævikvöld með sæmd eftir að hafa skilað ærnu verki.

Á morgun fáum við svo tækifæri til að kynna okkur nýjustu samgöngubótina hér um slóðir þegar við ökum nýja vegakaflann sem stytta mun Hringveginn um tólf kílómetra. Byggðasaga Hornafjarðar er nátengd sögu samgöngubóta á Íslandi, bæði hafnargerð við krefjandi aðstæður en ekki síður brúargerð yfir jökulfljótin miklu,“ er meðal þess sem forsetinn sagði í ávarpi sínu til Hornfirðinga.

Hópmynd frá Grunnskóla Hornafjarðar.
Hópmynd frá Grunnskóla Hornafjarðar. Ljósmynd/Aðsend
Forsetahjónin með Félagi eldri Hornfirðinga.
Forsetahjónin með Félagi eldri Hornfirðinga. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert