Einn til viðbótar var handtekinn í gær í tengslum við dauða mannsins sem fannst í Gufunesi á þriðjudagsmorgun. Hann var úrskurður í vikulangt gæsluvarðhald í morgun. Þá lagði lögreglan hald á eina bifreið í gær og hefur þar með lagt hald á þrjár bifreiðar í tengslum við málið.
Þetta segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við við mbl.is.
Alls sæta nú sex manns gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á málinu sem varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp.