Hefur setið fund með öllum formönnum nema þeim fyrsta

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og …
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og þingmaður. Facebook/Sjálfstæðisflokkurinn

Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, var sérstakur gestur á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Hann hefur því setið fundi með öllum formönnum flokksins nema þeim fyrsta.

Sjálfstæðismenn greina frá þessu í Facebook-færslu en Halldór, sem er 86 ára, hefur þá setið þingflokksfund með níu af tíu formönnum Sjálfstæðisflokksins.

Halldór Blöndal og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins.
Halldór Blöndal og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Facebook/Sjálfstæðisflokkurinn

Hann sat sinn fyrsta árið 1960 þegar Ólafur Thors var formaður, þó ekki sem þingmaður, að því er fram kemur í færslu flokksins. Eini formaðurinn sem hann sat ekki þingflokksfund með var Jón Þorláksson.

Halldór var þingmaður frá 1979 til 2007 og var þar af forseti Alþingis á árunum frá 1999 til 2005. Auk þess var hann landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991–1995 og síðan samgönguráðherra 1995–1999.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert