Mild sunnanátt og strekkingsvindur

Sunnan- og vestanlands má búast við dálítilli vætu.
Sunnan- og vestanlands má búast við dálítilli vætu. mbl.is/Árni Sæberg

Búast má við mildri sunnanátt í dag og strekkings vindi norðvestan til. Hægara verður annars staðar.

Sunnan- og vestanlands má búast við dálítilli vætu, svipað og verið hefur síðustu daga. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi.

Suðvestan gola eða kaldi verður á morgun. Allvíða skúrir og jafnvel slydda verða um tíma við norðausturströndina, en yfirleitt þurrt austanlands.

Á miðvikudag er síðan útlit fyrir suðaustan golu eða kalda með stöku skúrum um landið sunnan- og vestanvert.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert