Mikil örtröð hefur verið í dag í Bónus í Naustahverfi á Akureyri. Breytingar standa fyrir dyrum í búðinni og brá Bónus á það ráð að bjóða 30% afslátt af öllum vörum í búðinni í dag.
Frá klukkan 10 í morgun hefur verið kjaftfullt út úr dyrum og þegar fréttin er skrifuð tekur um tvær klukkustundir að komast í gegnum búðina.
Margir hafa séð sér leik á borði og stútfyllt kerrur af dýrum vörum á borð við kjöt, osta og hreinlætisvörur fyrir tugi þúsunda. Gera má ráð fyrir að páskaeggin hafi selst vel í dag og kannski bara hverfur lagerinn rúmum mánuði fyrir páska.