Gamlar fréttir birtast vegna bilunar í vefkerfi

Þegar vefurinn kom upp aftur voru á forsíðu fréttir frá …
Þegar vefurinn kom upp aftur voru á forsíðu fréttir frá 14. janúar. Skjáskot/Ruv.is

Bilun í vefkerfi Ríkisútvarpsins veldur því að sumir notendur sjá tveggja mánaða gamlar fréttir á forsíðu vefsins.

Birgir Þór Harðarson, vefstjóri RÚV, segir að unnið sé að lagfæringu á vefnum. Ekkert bendi til að um netárás sé að ræða.

Truflanir hafa verið á vefnum í morgun. Datt vefurinn út rétt fyrir hádegi. Þegar vefurinn kom aftur upp voru fréttir á forsíðu frá 14. janúar.

Birgir staðfestir að vefurinn hafi verið til vandræða í morgun. Hann segist ekki geta lofað hvenær vefurinn verði eðlilegur að nýju.

Hann bendir þó á að netverjar geti farið inn á lénið nyr.ruv.is – vefsíðan sé í himnalagi sé það notað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert