Mannsins er enn leitað

Mikill viðbúnaður er á svæðinu,
Mikill viðbúnaður er á svæðinu, mbl.is/Ólafur Árdal

Enn stendur yfir leit að manninum sem leitað hefur verið að við Kirkjusand í allan dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað og viðbúnaður er mikill.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir í samtali við mbl.is að leit standi enn yfir. 

Leitin hófst í morgun á áttunda tímanum og var þá leitað við Kirkjusand. Nú hefur leitarsvæðið verið stækkað og er leitað á stærra svæði við strandlengjuna, að hans sögn. 

Eins og áður segir er mikill viðbúnaður á svæðinu en Jón Þór segir að leit muni standa yfir í dag fram til myrkurs. 

Uppfært 17:05:

Maðurinn er enn ófundinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert