Fjöldi gervilistamanna er orðinn svo mikill á Spotify að ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir alvöru málsins.
Þetta er mat Guðrúnar Bjarkar Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Stefs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.
Líkt og kom fram í Morgunblaðinu á fimmtudag hefur streymisveitan Spotify í auknum mæli síðustu ár látið framleiða tónlist fyrir ýmsa vinsæla lagalista. Með því hefur þekktum listamönnum verið smám saman úthýst á þeim lagalistum og nýliðar koma að luktum dyrum. Á sama tíma hirðir Spotify sjálft æ stærri hluta kökunnar af höfundarréttargreiðslum fyrir tónlistarstreymið. Hins vegar reynir fyrirtækið að fela þessa viðskiptahætti og vill telja notendum trú um að raunverulegir listamenn séu að baki. Búnir eru til prófílar fyrir þá og meðal annars látið sem sumir þeirra séu íslenskir.
Þetta er grafalvarleg staða að mati Guðrúnar Bjarkar en þar á bæ hefur málið verið til skoðunar um hríð.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.