Vilja aðgerðir vegna almyrkva

2026 Almyrkvi.
2026 Almyrkvi.

Sautján þingmenn hafa lagt fram tillögu til þings­ályktunar um skipun aðgerðahóps vegna almyrkva á sólu 12. ágúst 2026. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að ríkislögreglustjóri leiði aðgerðahópinn.

Í greinargerð með tillögunni er rakið að búast megi við miklum fjölda gesta við þetta tækifæri auk þess sem Íslendingar verði sjálfir á faraldsfæti til að berja dýrðina augum.

„Verði það raunin mun mikill fjöldi fólks streyma að einum tilteknum stað eða nokkrum stöðum, jafnvel þar sem engir innviðir eru til staðar til að flytja þetta fólk, veita því nauðsynlega þjónustu, svo sem salerni og veitingar, eða gæta öryggis þess.

Vísa má á þá lærdóma sem dregnir voru af hátíðahöldum á Þingvöllum í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. Einnig verður að hafa í huga að umferð að almyrkv­anum loknum verður veruleg áskorun,“ segir í greinargerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert