„Það er enginn að reyna að koma sér undan því“

„Forsætisráðuneytið brást mjög snemma við. Það var birt tímalína atburða …
„Forsætisráðuneytið brást mjög snemma við. Það var birt tímalína atburða um það hvernig hlutirnir þróuðust. Þær upplýsingar sem beðið var um voru birtar og ég ætla líka að halda því til haga að hæstvirtur forsætisráðherra hefur ekki sett sig upp á móti því að þingið, þá á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, skoði þetta mál,“ sagði Sigmar á þingfundi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er enginn að reyna að koma sér undan því að þingið fari yfir þetta ef menn telja þörf á því,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, und­ir fund­ar­stjórn for­seta Alþing­is á þingfundi í dag.

Svar hans kom í kjölfar ummæla Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndu gang mála hjá forsætisráðuneytinu í sambandi við meðhöndlun máls þáverandi barna- og menntamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur.

„Forsætisráðuneytið brást mjög snemma við“

„Forsætisráðuneytið brást mjög snemma við. Það var birt tímalína atburða um það hvernig hlutirnir þróuðust. Þær upplýsingar sem beðið var um voru birtar og ég ætla líka að halda því til haga að hæstvirtur forsætisráðherra hefur ekki sett sig upp á móti því að þingið, þá á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, skoði þetta mál,“ sagði Sigmar á þingfundi í dag.

„Það sé auðvitað alveg sjálfsagt að gera það og hefur raunar verið sagt beint af sjálfum forsætisráðherra. Hann vilji halda því til haga að þetta er ekki eins og hér sé einhver að tala gegn því að hlutir verði skoðaðir eða farið betur yfir.

En ég vek athygli þingheims á því að það hefur verið birt tímalína. Það hafa verið birt samskipti og það hafi verið farið mjög nákvæmlega yfir það hvað gerðist þarna sem lýtur að því sem hæstvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru að spyrjast fyrir um. Það er enginn að reyna að koma sér undan því að þingið fari yfir þetta ef menn telja þörf á því,“ sagði Sigmar enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert