Það verða víða skúrir í dag en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Í kvöld verður súld syðst á landinu og rigning þar í nótt. Hitinn á landinu verður 2 til 9 stig og verður hlýjast austast.
Á morgun gengur í austan og norðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu norðan til á morgun, en síðar snjókomu, hvassast verður norðvestan til, en suðlæg átt, 5-13 m/s og rigning öðru hverju syðra. Það snýst svo í vestan 13-18 m/s syðst seint annað kvöld og það hvessir á Vestfjörðum. Veður fer hægt kólnandi.