Skjálfti af stærð 3,2 varð í nágrenni við Kleifarvatn fyrir skömmu.
Skjálftinn varð upp úr kl. 15 í Trölladyngju, um 3,5 km austur af Keili. Örfáir smærri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
Sigríður segir að skjálftar af þessum skala séu algengir á svæðinu og ólíklega tengist virknin kvikuhólfinu á Reykjanesskaga.
Þannig að þið hafið engar áhyggjur af því að þetta geti í sjálfu sér hrint einhverju af stað við Grindavík?
„Nei, en við værum alveg til í að koma þessu í gang,“ svarar Sigríður en mikið kvikumagn hefur safnast saman undir Svartsengi og vísindamenn bíða eftir því að kvika fari af stað.
„Það virðist alla vegana ekki hafa gerst núna.“