Skjálftarnir líklega tektónískir

„Þetta eru plötuskil. Á plötuskilum geturðu bæði verið með tektónískar …
„Þetta eru plötuskil. Á plötuskilum geturðu bæði verið með tektónískar hreyfingar og svo kviku sem getur valdið jarðskjálftum, og þetta er annað hvort,“ segir Þorvaldur. Kort/Veðurstofa Íslands

Þónokkur skjálftavirkni hefur verið við Grímsey undanfarna daga. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir skjálftavirknina ekki óeðlilega, en útilokar ekki kvikuhreyfingu.

„Þetta er á Tjörnesbrotabeltinu. Á Kópaskerslínunni sýnist mér,“ segir Þorvaldur í samtali við mbl.is.

„Það getur vel verið að það sé einhver kvikuhreyfing tengd þessu en mér finnst samt miklu líklegra að þetta séu bara tektónískir skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu og þá Kópaskerslínunni.“

Ekki óvenjulegt

Tjörnesbrotabeltið tengir Norðurgosbeltið og Kolbeinseyjarhrygginn norður í sjó og segir Þorvaldur ekki óvenjulegt að skjálftar mælist á þessu svæði. Ekki sé hægt að útiloka kvikuhreyfingu þar sem eldgos hafi orðið á beltinu áður.

Hins vegar séu skjálftarnir að mælast á 9 til 10 kílómetra dýpi, sem bendi frekar til þess að um hreyfingu um misgengi sé að ræða.

Einnig hafa mælst reglulegir skjálftar undanfarinn sólarhring á Kolbeinseyjarhryggnum og telur Þorvaldur þar kannski vera meiri óvissu um skjálftavirknina.

„Þetta eru plötuskil. Á plötuskilum geturðu bæði verið með tektónískar hreyfingar og svo kviku sem getur valdið jarðskjálftum, og þetta er annað hvort.“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert