Snerting hlaut 10 Eddur

Egill Ólafsson í kvikmyndinni Snerting sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Myndin …
Egill Ólafsson í kvikmyndinni Snerting sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Myndin hlaut alls tíu Eddu-verðlaun.

Kvik­mynd­in Snert­ing í leik­stjórn Baltas­ars Kor­máks hlaut flestar Eddur, eða samtals tíu, þegar verðlaun Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar (ÍSKA) voru afhent við hátíðlega athöfn á Hilton-hóteli fyrr í kvöld.

Myndin var meðal annars verðlaunuð fyrir besta handritið sem Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur skrifuðu í sameiningu. Egill Ólafsson og Pálmi Kormákur voru báðir verðlaunaðir fyrir bestan leik, Egill í aðalhlutverki og Pálmi í aukahlutverki.

Katla Njálsdóttir og Elín Hall í kvikmyndinni Ljósbrot sem Rúnar …
Katla Njálsdóttir og Elín Hall í kvikmyndinni Ljósbrot sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði. Myndin hlaut alls fimm Eddu-verðlaun.

Kvik­mynd­in Ljós­brot í leikstjórn Rún­ars Rún­ars­son­ar hlaut næstflest verðlaun, eða fimm sam­tals. Hún var valin besta kvikmynd ársins og Rúnar besti leikstjóri ársins. Elín Hall og Katla Njálsdóttir voru báðar verðlaunaðar fyrir bestan leik, Elín í aðalhlutverki og Katla í aukahlutverki.

Veitt voru Eddu-verðlaun í sjö aðalflokkum og 14 fagverðlaunaflokkum. Auk þess hlutu hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir heiðursverðlaun ársins fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar.

Fylgst með kvikmyndatökum á Egilstaðaflugvelli. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson.
Fylgst með kvikmyndatökum á Egilstaðaflugvelli. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson.

Heildarlisti Eddu-verðlauna árið 2025

Aðalflokkar:

1. Barna- og unglingaefni ársins: Geltu
2. Erlend kvikmynd ársins: Elskling
3. Heimildamynd ársins: Fjallið það öskrar
4. Heimildastuttmynd ársins: Kirsuberjatómatar
5. Kvikmynd ársins: Ljósbrot
6. Stuttmynd ársins: O

Kvikmyndin Elskling sem Lilja Ingolfsdottir leikstýrði var valin besta erlenda …
Kvikmyndin Elskling sem Lilja Ingolfsdottir leikstýrði var valin besta erlenda kvikmynd ársins. Ljósmynd/Öystein Mamen

Flokkar fagverðlauna:

7. Brellur ársins: Jörundur Rafn Arnarson og Christian Sjöstedt – Ljósbrot
8. Búningar ársins: Margrét Einarsdóttir – Snerting
9. Gervi ársins: Ásta Hafþórsdóttir – Snerting
10. Handrit ársins: Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur – Snerting
11. Hljóð ársins: Kjartan Kjartansson – Snerting
12. Klipping ársins: Sigurður Eyþórsson – Snerting
13. Kvikmyndataka ársins: Bergsteinn Björgúlfsson – Snerting
14. Leikari ársins í aðalhlutverki: Egill Ólafsson – Snerting
15. Leikari ársins í aukahlutverki: Pálmi Kormákur – Snerting
16. Leikkona ársins í aðalhlutverki: Elín Hall – Ljósbrot
17. Leikkona ársins í aukahlutverki: Katla Njálsdóttir – Ljósbrot
18. Leikmynd ársins: Sunneva Ása – Snerting
19. Leikstjóri ársins: Rúnar Rúnarsson – Ljósbrot
20. Tónlist ársins: Högni Egilsson – Snerting
21. Uppgötvun ársins: Gunnur Martinsdóttir Schlüter
22. Heiðursverðlaun: Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir

Rætt er ítarlegar við heiðursverðlaunahafa ársins, þau Egil Ólafsson og Tinnu Gunnlaugsdóttur, á menningarsíðum Morgunblaðsins á föstudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert