Mogginn – nýtt fréttaapp kynnt til leiks

Mogginn, nýtt app Morgunblaðsins og mbl.is, er komið í loftið. Í Mogganum er að finna allt efni Morgunblaðsins, mbl.is og K100.

Mogginn er fyrsta frétta-app sinnar tegundar á Íslandi og bylting í efnismiðlun og upplifun. Appið var kynnt starfsmönnum nú í vikunni og meðfylgjandi eru myndir frá kynningarfundinum.

Meðal spennandi nýjunga er að Morgunblaðið er nú allt stafvætt og efnið því í vefformi sem eykur til muna þægindin við lestur í símum og spjaldtölvum. Þá gefst öllum lesendum nú tækifæri til að njóta alls þess efnis sem miðlarnir hafa fram að færa á einum stað, hvort sem er til að lesa, horfa eða hlusta, sem og að leysa þrautir í nútímalegri framsetningu.

Mogginn er fáanlegur í Apple Store og Google Play.

Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka