#72. - Trump og Kristrún setja allt í uppnám

Þjóðir heims hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun Trumps að leggja verndartolla á þjóðir heims. Sveitarfélögin eru í sama gír gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur.

Þetta er meðal þess sem rætt er á vettvangi Spursmála þennan föstudaginn. Í fréttum vikunnar er sannarlega vikið að ákvörðun forsetans í Washington og til samtals um það mæta fyrrum ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Willum Þór Þórsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Þau ræða einnig gosið á Sundhnúkagígaröðinni sem varði stutta stund og gerði minni óskunda en í fyrstu virtist stefna.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að ofan, í Mogga-appinu, á Spotify og YouTube, og er öllum aðgengileg. 

Sveitarfélögin allt annað en sátt

Þegar yfirferð á fréttum vikunnar sleppir mæta þeir beint frá Ísafirði og Fjarðabyggð þeir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðar og Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.

Sveitarstjórnarmenn í fjölmörgum sveitarfélögum hringinn í kringum landið hafa brugðist ókvæða við þeim fyrirætlunum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að tvöfalda veiðigjöld á útgerðir landsins. Ljóst er að sú gríðarlega skattlagning mun hafa áhrif á miklu fleiri en fámennan hóp útgerðarmanna.

Rannsókn á vinnubrögðum Ríkisútvarpsins

Að loknu því spjalli sest Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélags Íslands, niður með Stefáni Einari og ræðir þann möguleika sem nú er uppi um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins setji á laggirnar rannsóknarnefnd til þess að fara ofan í saumana á aðkomu Ríkisútvarpsins að hinu svokallaða byrlunarmáli.

Flóki kemur fyrir hönd félagsins í viðtalið þar sem formaður þess, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, treystir sér ekki á vettvang til þess að ræða fyrri yfirlýsingar sínar um málið.

Flóki Ásgeirsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Willum Þór Þórsson, Gylfi Ólafsson …
Flóki Ásgeirsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Willum Þór Þórsson, Gylfi Ólafsson og Ragnar Sigurðsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir

Fylgist með sneisafullum og spennandi þætti á mbl.is klukkan 14.

Þátturinn er aðgengilegur í Mogganum, nýju appi sem fólk getur hlaðið niður sér að kostnaðarlausu. En þá er einnig hægt að nálgast þáttinn á helstu hlaðvarpsveitum, meðal annars Spotify.

Ákvarðanir Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta falla síður …
Ákvarðanir Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta falla síður en svo í kramið hjá öllum. Samsett mynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert