Inga Sæland skipar bara sitt fólk

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er til húsa í …
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er til húsa í Borgrtúni 21 í Reykjavík, ásamt fjölmörgum öðrum stofnunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Óhætt er að segja að fulltrúar Flokks fólksins séu alláberandi í nýkjörinni stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, en félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skipaði nýja stjórn yfir stofnunina fyrir rúmum hálfum mánuði. Skipti hún fyrri stjórn út á einu bretti og skipaði fimm nýja menn í staðinn.

Fjórir þeirra eru úr ranni Flokks fólksins en sá fimmti er skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í tilviki hinna fjögurra stjórnarmannanna hefur ráðherra málaflokksins, Inga Sæland, sjálfdæmi.

Í 4. grein laga um HMS segir að með yfirstjórn stofnunarinnar fari fimm manna stjórn sem ráðherra skipi til fimm ára í senn. „Skulu formaður stjórnar og þrír stjórnarmenn skipaðir án tilnefningar en einn stjórnarmaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tveir varamenn skulu skipaðir án tilnefningar. Ráðherra skipar formann stjórnar og ákveður þóknun stjórnarmanna,“ segir í lagagreininni.

Hinir nýju stjórnarmenn eru Sigurður Tyrfingsson, sem er formaður stjórnar, en hann vermdi 3. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2021 og var 2. varaþingmaður flokksins á síðastliðnu kjörtímabili.

Þá var Jónas Yngvi Ásgrímsson skipaður í stjórn, en hann var í 4. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í síðustu þingkosningum og er 2. varaþingmaður flokksins. Rúnar Sigurjónsson, sem var í 3. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu kosningum og 1. varaþingmaður flokksins, var einnig skipaður í stjórn, sem og Oddný Árnadóttir sem er fulltrúi Flokks fólksins í stjórn Byggðastofnunar.

Fimmti stjórnarmaðurinn er síðan Arnar Þór Sævarsson, en hann er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og skipaður af sambandinu.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert