Býst við töfum á umferð í þrjú ár

Sæbraut verður lögð í stokk á kafla í þágu borgarlínu.
Sæbraut verður lögð í stokk á kafla í þágu borgarlínu. Morgunblaðið/Eggert

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir ekki hjá því komist að það verði tafir á umferð þegar hluti Sæbrautarinnar verður lagður í stokk. Reiknað sé með að verkið hefjist 2027 og að því ljúki 2030.

„Framkvæmdum við stokka fylgir mikið rask. Því þarf að útbúa öflugar hjáleiðir, en jafnvel þótt það sé gert verður talsvert rask. Þess vegna er mikilvægt að stytta framkvæmdatímann eins mikið og hægt er. En þótt útbúin sé hjáleið getur ekki verið sami umferðarhraði eins og er á veginum í dag. Því munu fylgja einhverjar tafir,“ segir Davíð.

Byggt fyrir borgarlínu

Þétting byggðar í borginni tekur nú mið af áformum um borgarlínu og áherslu á strætó. Það birtist nú vel í Safamýri þar sem biðstöð Strætó er í seilingarfjarlægð frá nýjum íbúðum Bjargs.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert